Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Knattspyrnuskóli UMFN fer fram næstu daga
Ungir knattspyrnumenn.
Mánudagur 2. júní 2014 kl. 10:34

Knattspyrnuskóli UMFN fer fram næstu daga

Ekkert þátttökugjald og alllir velkomnir.

Knattspyrnudeild UMFN verður með knattspyrnunámskeið ætlum öll börn fædd árin 2004 – 2008. Námskeiðið fer fram dagana 2. – 5. júní á æfingasvæði deildarinnar við Afreksbraut milli kl. 16:00 – 17:15 alla dagana.

Ekkert þátttökugjald og allir velkomnir. Leiðbeinendur verða yngri flokka þjálfarar okkar og aðstoðarmenn þeirra.

Tilgangurinn með þessu námskeiði er að kynna knattspyrnu fyrir þeim börnum sem ekki hafa þegar hafið iðkunn. Allir skráðir iðkendur okkar munu einnig taka þátt í þessu námskeiði.

Knattspyrnudeildin hvetur öll börn sem fá þessi boð um að mæta og kynna sér skemmtilega íþrótt þar sem nóg er að gera allt árið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024