Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Mánudagur 7. nóvember 2005 kl. 09:38

Knattspyrnuskóli Davors Suker til Grindavíkur?

Milan Stefán Jankovic, aðstoðarþjálfari Sigurðar Jónssonar hjá UMFG, er um þessar mundir staddur í heimabæ sínum, Bihac í Bosníu, þar sem hann mun á morgun verða með knattspyrnuskóla fyrir börn.

Samkvæmt heimasíðu UMFG hefur myndast nokkuð fjölmiðlafár í kringum námskeiðið en Davor Suker, einn besti knattspyrnumaður sem Króatía hefur alið og góðvinur Milans, kennir þar ásamt honum og öðrum þjálfara sem er einn af bestu þjálfurunum í knattspyrnuskóla Sukers.

Suker hefur sagst tilbúinn til að koma hingað til lands og kenna og mun skipulagning á slíku hefjast um leið og Milan snýr aftur heim.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024