Knattspyrnumenn Keflvíkinga á Spáni
Lokaundirbúningur fyrir Íslandsmótið er að komast í fullan gang. Pepsi-deildarlið Keflavíkur er nýkomið til Spánar. Þar mun liðið dveljast í viku í Oliva Nova við æfingar. Á staðnum er glæsileg aðstaða til æfinga og keppni og ljóst að það mun fara vel um okkar menn.
Liðið kom á hótelið seinnipartinn í gær og skellti sér strax á létta æfingu. Hópurinn horfði svo á meistaradeildina og svo fóru menn snemma í rúmið, segir í frétt á heimasíðu Keflavíkur.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				