Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Knattspyrnumenn framtíðarinnar - myndir
Fimmtudagur 24. júní 2010 kl. 14:15

Knattspyrnumenn framtíðarinnar - myndir

Einbeitingin og ánægjan skein úr hverju andliti ungra knattspyrnusnillinga á aldrinum 3 - 6 ára sem mættir voru til keppni á Iðavöllum í gær. Lið Grindavíkur, Keflavíkur og Breiðabliks í 8. flokki háðu þar keppni. Ekki vitum við um úrslit mótsins enda skipta þau svo sem engu máli heldur hitt að allir höfðu gaman af því að vera með. Ákafinn var stundum svo mikill að sumir gleymdu jafnvel í hvora áttina þeir áttu að sækja.  Ljóst var að þarna voru knattspyrnumenn framtíðarinnar á ferð.

Ellert Grétarsson var á staðnum og tók bráðskemmtilega myndaspyrpu sem hægt að skoða á ljósmyndavef Víkufrétta hér.

Efri mynd: Ákafinn var svo mikill að menn hirtu boltann af samherjum jafnt og andstæðingum og geystust fram völlinn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024



Marki fagnað af einlægni.