Knattspyrnulið Keflvíkinga í boxi
Knattspyrnulið Keflavíkur æfir box sem hluta af líkamsþjálfun liðsins. Gunnar Oddsson, fyrrverandi þjálfari og leikmaður stýrir æfingum.„Þetta er svakalega góð líkamsþjálfun og það er skemmtilegra og þægilegra að ná upp þreki í þessu en að vera að hlaupa úti í tíu stiga frosti. Svo er þetta þræl skemmtilegt“, sagði Kjartan Másson, þjálfari Keflvíkinga. Gunnar Oddsson tók undir orð þjálfarans og sagði boxæfingar geysi góða alhliða líkamsþjálfun. Haukur Ingi Guðnason og Guðmundur Steinaarsson voru ánægðir með þessa þjálfun og sögðu hana skemmtilega en erfiða en það væri betra að svitna inni en úti í miklu frosti.
Þegar Keflvíkingar voru að ljúka æfingunni voru unglingar komnir á boxæfingu undir handleiðslu boxþjálfara frá BAG. Þau sýndu æfingunum áhuga og kannski er í þeim hópi framtíðarboxari sem á eftir að ná langt.
Þegar Keflvíkingar voru að ljúka æfingunni voru unglingar komnir á boxæfingu undir handleiðslu boxþjálfara frá BAG. Þau sýndu æfingunum áhuga og kannski er í þeim hópi framtíðarboxari sem á eftir að ná langt.