Knattspyrnudeild Njarðvíkur fyrirmyndardeild
- í annað sinn.
Á aðalfundi Knattspyrnudeild Njarðvíkur veitti formaður deildarinnar, Arngrímur Guðmundsson, viðtöku viðurkenningu til deildarinnar frá ÍSÍ sem fyrirmyndardeild. Jón Gestur Viggósson frá þróunar- og fræðslusviði ÍSÍ afhenti viðurkenninguna.
Þetta er í annað skiptið sem deildin endurnýjar handbók sína sem fyrirmyndardeild.