Knattspyrnan: Sigrar og sorgir í fyrstu umferð
Knattspyrnuvertíðin hófst um helgina. Í Pepsi-deild karla mættust Grindavík og Stjarnan á heimavelli Stjörnunnar þar sem Grindavík tapaði 3-1. Gilles Daniel Mbang Ondo skoraði mark Grindavíkur.
Í Pepsi-deild kvenna beið lið Keflavíkur afhroð á heimavelli gegn Fylki en úrslit leiksins urðu 7-1. GRV mætti ÍR á útivelli og sigraði örugglega 3-1.
Í kvöld lýkur svo fyrstu umferð Pepsi-deilar karla með leik Keflavíkur og FH. Leikurinn hefst kl. 19:15 á Sparisjóðvellinum í Keflavík.