Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Föstudagur 28. júní 2002 kl. 09:10

Knattspyrna yngriflokkanna komin á skrið

Íslandsmót yngrflokkanna í fótbolta eru komin á fulla ferð og er búið að vera mikið af leikjum. 5. flokkur Keflavíkur spilaði fyrir nokkru við Hauka úr Hafnarfirði og sigruðu strákarnir leikinn 5-1. 5. flokkurinn hefur verið að spila ágætlega það sem af er sumri og eru þeir í toppbaráttunni í sínum riðli.Nokkuð margir pjakkar hafa látið klippa sig í stíl við David Beckham og þar er 5. flokkurinn í Keflavík engin undantekning þar sem a.m.k. tveir voru með „hanakamb“.

Við hjá Víkurfréttum viljum byðja foreldra og forráðamenn félaganna að hjálpa okkur í góðri yngriflokkaumfjöllun með því að láta okkur vita þegar leikir eru og þess háttar svo hægt sé að gera þessu góð skil.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024