Knattspyrna yngriflokkanna komin á skrið
Íslandsmót yngrflokkanna í fótbolta eru komin á fulla ferð og er búið að vera mikið af leikjum. 5. flokkur Keflavíkur spilaði fyrir nokkru við Hauka úr Hafnarfirði og sigruðu strákarnir leikinn 5-1. 5. flokkurinn hefur verið að spila ágætlega það sem af er sumri og eru þeir í toppbaráttunni í sínum riðli.Nokkuð margir pjakkar hafa látið klippa sig í stíl við David Beckham og þar er 5. flokkurinn í Keflavík engin undantekning þar sem a.m.k. tveir voru með „hanakamb“.
Við hjá Víkurfréttum viljum byðja foreldra og forráðamenn félaganna að hjálpa okkur í góðri yngriflokkaumfjöllun með því að láta okkur vita þegar leikir eru og þess háttar svo hægt sé að gera þessu góð skil.
Við hjá Víkurfréttum viljum byðja foreldra og forráðamenn félaganna að hjálpa okkur í góðri yngriflokkaumfjöllun með því að láta okkur vita þegar leikir eru og þess háttar svo hægt sé að gera þessu góð skil.