Knattspyrna: Njarðvík lagði Selfoss í æfingaleik
Njarðvík sigraði Selfoss 2-1 í æfingaleik í Reykjaneshöll í kvöld. Á heimasíðu knattspyrnudeildarinnar kemur fram að Eyþór Guðnason náði forystunni fyrir Njarðvík eftir rúmlega 10 mínútna leik og eftir það áttu þeir nokkur góð færi sem fóru forgörðum. Bjarni Sæmundsson náði að bæta við öðru marki fyrir Njarðvík um miðjan seinni hálfleik, þar sem þeir réðu gangi mála lengst af, en mark gestana kom skömmu fyrir leikslok. Af umfjölluninni á heimasíðunni að ræða var leikurinn lítið fyrir augað, en þó brá fyrir stöku tilþrifum.
Njarðvík byrjunarlið:
1. Friðrik Árnason, 2. Bjarni Sæmundsson, 3. Kristinn Örn Agnarsson, 4. Snorri Már Jónsson, 5. Eyþór Guðnason, 6. Einar Freyr Sigurðsson, 7. Kristinn Magnússon, 8. Gunnar Örn Einarsson, 9. Jón Fannar Guðmundsson, 10. Guðni Erlendsson, 11. Gunnar Sveinsson.
Varamenn:
12. Einar Örn Jóhannesson, 13. Oddur H. Björnsson, 14. Einar Valur Árnason, 15. Kristinn Björnsson, 16. Aron Már Smárason. Þeir Einar Valur og Einar Örn komu ekki við sögu í leiknum.