Knattspyrna: Mikið að gerast hjá yngri flokkunum um síðustu helgi
Helgin sem leið var viðburðarík í meira lagi hjá yngri flokkum knattspyrnuiðkenda. Laugardaginn 7. febrúar var mikið um að vera í Reykjaneshöllinni hjá knattspyrnudeild Keflavíkur. Árla dags fór fram Lýsingarmót Keflavíkur í 5. flokki pilta. Mótið fór í alla staði mjög vel fram og voru keppendur og áhorfendur ánægðir í mótslok. Þátttökulið á mótinu voru; Keflavík, Njarðvík, Grótta, Skallagrímur, ÍA og Þróttur R.
Spilaðir voru 60 leikir og í þeim voru skoruð 238 mörk! Keppt var í fjórum deildum og voru sigurvegarar sem hér segir: Argentínska deildin: Njarðvík. Brasilíska deildin: Grótta. Chile deildin: Keflavík. Danska deildin: Keflavík. Að móti loknu var verðlaunaafhending og pizzuveisla.
Að loknu 5. flokks mótinu hófst 7. flokks mót KB - Banka (7 og 8 ára). Þáttökulið voru: Keflavík, Njarðvík, Reynir, Víðir, ÍA, Þróttur R. og Víkingur R. Spilaðir voru 60 leikir og í þeim voru skoruð 149 mörk, hvert öðru glæsilegra. Keppt var í 4 deildum eins og hjá 5. flokki en engir sigurvegarar krýndir. Allir þátttakendur fengu verðlaunapening að móti loknu ásamt ljúffengri pizzu frá Langbest. Mikill fjöldi fylgdist með mótunum og má áætla að um 1000 manns hafi verið í höllinni þennan daginn.
Þá héldu Njarðvíkingar hraðmót í 3. flokki karla s.l. sunnudag. Þátttökulið voru: Keflavík, Njarðvík, Reynir/Víðir, Hrunamenn og Fram. Keflavíkurpiltar sigruðu mótið með fullu húsi stiga.
Úrslit og lokastaða:
Riðill 1 |
1 |
2 |
3 |
4 |
5 |
STIG |
MÖRK |
RÖÐ | |
1 |
Fram |
|
0-0 |
3-1 |
3-0 |
1-4 |
7 |
7 - 5 |
2 |
2 |
Njarðvík |
0-0 |
|
3-0 |
0-0 |
0-1 |
5 |
3 - 1 |
3 |
3 |
Hrunamenn |
1-3 |
0-3 |
|
2-1 |
0-3 |
3 |
3 - 10 |
4 |
4 |
Reynir/Víðir |
0-3 |
0-0 |
1-2 |
|
0-2 |
1 |
1 - 7 |
5 |
5 |
Keflavík |
4-1 |
1-0 |
3-0 |
2-0 |
|
12 |
10 - 1 |
1 |
Mynd 1: Zoran Daníel Ljubicic, fyrirliði meistaraflokks Keflavíkur, afhenti fyrirliða 5. flokks Njarðvíkur, Jóni Óla Ómarssyni, bikar fyrir sigur í argentínsku deildinni.
Mynd 2: sigurlið Keflvíkinga í hraðmóti 3. flokks.