Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Knattspyrna: Markasúpa í 3. deildinni
Laugardagur 8. júlí 2006 kl. 01:49

Knattspyrna: Markasúpa í 3. deildinni

Það má með sanni segja að leikir kvöldsins í 3. deildinni hafi verið sögulegir. Suðurnesjaliðin GG og Víðir áttu þar misjöfnu gengi að fagna en Víðir gerði 5-5 stórmeistarajafntefli við KFS í Vestmannaeyjum á meðan GG vann stórsigur á Afríku, 7-0.

Víðir voru komnir með gott forskot í hálfleik, 1-3, með mörkum frá Ingva Þór Þórissyni, Birni Bergmann Vilhjálmssyni og Eysteini Guðvarðssyni.

KFS jafnaði hins vegar af harðfylgi áður en Björn skoraði fjórða mark Víðis, og komst yfir, 5-4, á 83. mínútu, en Atli Rúnar Hólmgeirsson jafnaði leikinn á ný fyrir Víði með vítaskoti á 88. mínútu.

Leifur Guðjónsson skoraði þrennu í öruggum sigri GG á Afríku, Freyr Brynjarsson bætti við tveimur mörkum og þeir Símon Þorsteinsson og Þorfinnur Gunnlaugsson skoruðu sitt markið hvor.

Víðir er sem fyrr efst í riðlinum með 16 stig, en Grótta og GG koma þar næst með 14 stig.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024