Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Knattspyrna: Leikir gærdagsins
Fimmtudagur 31. júlí 2008 kl. 10:28

Knattspyrna: Leikir gærdagsins

2.deild
Reynir S – ÍH 2-4
Reynismenn töpuðu fyrir ÍH á heimavelli. Góð barátta skilaði ÍH sigri gegn andlausum Reynismönnum. Nái Hafnfirðingarnir að sýna slíkan leik það sem eftir lifir af Íslandsmótinu er ljóst að þeir eiga góða möguleika á því að bjarga sér falli. Reynismenn þurfa hins vegar heldur betur að hrista upp í leik sínum ætli þeir að halda sæti sínu í deildinni og ærið verkefni sem bíður nýs þjálfara.
Ólafur Ívar Jónsson og Anton Ingi Sigurðsson skoruður mörk Reynis.
Reynismenn léku í rauðum varabúningum sínum þar sem ÍH mætti ekki ekki með löglega varabúninga með sér. „Ótrúlegt að slíkt gerist í deildarkeppni á vegum KSÍ og slík frammistaða Hafnfirðingunum til skammar, segir á heimasiðu Reynis.

Grótta – Víðir 2-3
Mörk víðismanna gerðu Ratislav Lazorik á 55 mínútu og Knútur Rúnar Jónsson á 88 mínútu. Gróttumenn skoruðu sjálfsmark á 77 mínútu.
Víðismenn eru enn í þriðja sæti með 28 stig og hafa góðan möguleika á sæti í 1.deild að ári ef vel gengur það sem eftir lifir sumars.
Afturelding er í öðru sæti með 31 stig og ÍR í fyrsta með 40 stig. Víðir á eftir að spila bæði við ÍR og Aftureldingu og svo eiga þau innbyrðisleik í seinni umferð deildarinnar.

1.deild Karla
Fjarðabyggð - Njarðvík 2 - 2
Ísak Þórðarson skoraði fyrsta mark leiksins á 27 mín en gleðin stóð stutt því Fjarðabyggð skoraði í strax í næstu sókn.
Njarðvík komst aftur yfir á 55 mínútu þegar nýi leikmaðurinn Marko Moravic náði að skora efir að Vignir skallaði á markið. Moravic var fljótur að stimpla sig inní leikinn því hann var aðeins búin að vera inná vellinum í nokkrar mínútur.
Fjarðabyggð jafnaði leikinn 5 mín fyrir leikslok, Njarðvík kemur þó heim með eitt stig eins og eftir síðasta leik.

1.deild kvenna

ÍR-GRV 2-0
GRV tapaði fyrir ÍR 2-0 á útivelli. Eftir markalausan fyrri hálfleik náði heimaliðið að skora tvö mörk á fyrstu 10 mínútum síðari hálfleiks og tryggja sér 2-0 sigur.GRV er í öðru sæti aðeins einu stigi fyrir ofan ÍBV sem mætir til Grindavíkur föstudaginn 8.ágúst nk.
Það má búast við hörkuleik þegar Eyjapæjur koma upp á land og leggja allt í sölurnar til að eiga sætaskipti við GRV.
Suðurnesjaliðið á góðan möguleika á að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni þrátt fyrir tapið gegn ÍR.


Landsbankadeild karla:

Keflavík á næsta leik 6.ágúst kl.19:15 Sparisjóðsvelli í Keflavík.

Landsbankadeild kvenna:
Keflavík á næsta leik föstudaginn 8.ágúst kl. 19:15 gegn Stjörnunni á Sparisjóðsvellinum í Keflavík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024