Knattspyrna: Grindavík tapar aftur í deildarbikarnum
Grindvíkingar töpuðu í gær öðrum leik sínum í röð í deildarbikarkeppninni í knattspyrnu þegar þeir steinlágu 4-1 gegn KA-mönnum. Sinisa Kekic skoraði mark Grindvíkinga í fyrri hálfleik og jafnaði metin 1-1, en Norðanmenn svöruðu með þremur mörkum til viðbótar. Grindvíkingar gerðu því enga lukkuferð til Akureyrar um helgina þar sem að á föstudaginn töpuðu þeir líka fyrir Þór, 2-1, í leik þar sem þeir fóru illa með færin og hefðu átt að skora fleiri mörk en þetta eina sem Grétar Hjartarson skoraði.
Næsti leikur Grindvíkinga er gegn grönnum sínum Njarðvíkingum um næstu helgi, en Keflavík leikur sinn fyrsta leik í keppninni í kvöld kl. 20.00 gegn Þrótti Reykjavík í Reykjaneshöllinni.