Knattspyrna: Grindavík og Njarðvík tapa bæði í deildarbikarnum
Suðurnesjaliðin riðu ekki feitum hesti frá fyrstu viðureignum sínum í deildarbikarkeppninni í gær. Grindvíkingar töpuðu fyrir Þórsurum í Boganum á Akureyri, 2-1, og KR vann stórsigur á Njarðvíkingum, 5-1. Aron Már Smárason skoraði mark Njarðvíkinga.
Kl. 12.15 í dag mæta Grindvíkingar KA-mönnum á heimavelli þeirra síðarnefndu, en á sunnudag leika Keflvíkingar gegn Þrótti Reykjavík í Reykjaneshöllinni.