Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Mánudagur 19. janúar 2004 kl. 09:40

Knattspyrna: Fylkir og ÍBV vinna Hitaveitumótið

Hitaveitumótinu í knattspyrnu lauk í gær með úrslitaleikjum í karla- og kvennaflokki. Vf.is hefur þegar greint frá fyrstu umferð karla, en Keflavík og Fylkir mættust í spennandi úrslitaleik þar sem Fylkir hafði betur eftir vítaspyrnukeppni þar sem venjulegum leiktíma lauk með jafntefli 2-2.

Fyrsta mark leiksins skoraði Fylkismaðurinn Ólafur Páll Snorrason, en Hörður Sveinsson jafnaði fyrir Keflavík og stóðu leikar því jafnir í hálfleik. Í þeim seinni kom Helgi Valur Daníelsson Fylkismönnum yfir á ný með marki úr vítaspyrnu og virtist sem það ætluðu að verða úrslit leiksins þar til að Keflavíkingar fengu hornspyrnu á síðustu stundu. Stefán Gíslason átti góðan skalla sem hafnaði í netinu eftir að varnarmanni Fylkis hafði ekki tekist að verja á línunni.

Í vítakeppninni varði markmaður Fylkis þrjár spyrnur Keflvíkinga og tryggði sínum mönnum sigur.

Stjarnan vann FH í leik um þriðja sætið, 6-4, Þar sem Guðjón Baldvinsson skoraði þrennu fyrir sigurliðið.

 

Í kvennaflokki vann ÍBV Stjörnuna í úrslitaleik einnig eftir vítaspyrnukeppni. Staðan var 2-2 í leikslok, en ÍBV hafði unnið KR á laugardag með þremur mörkum gegn tveimur, en Keflavíkurstúlkur töpuðu illa gegn Stjörnunni 5-0.

Í leik um þriðja sæti mótsins vann KR stórsigur á Keflavík.

 

Júlíus Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suðurnesja afhenti sigurlaunin á mótinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024