Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Knattspyrna 2.deild: Víðir - Reynir í kvöld
Fimmtudagur 24. júlí 2008 kl. 13:25

Knattspyrna 2.deild: Víðir - Reynir í kvöld

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Víðir og Reynir mætast í kvöld á Garðsvelli kl. 20:00 í 13 umferð 2. deildar.

Á heimasíðu Reynis kemur fram að „Reynir og Víðir mættust í annari umferð deildarinnar föstudaginn 23.maí síðastliðinn. Þeim leik lauk með 1-1 jafntefli eftir hörkuleik. Víðismenn komust yfir á 52.mínútu með marki frá fyrirliðanum Knúti Rúnari Jónssyni. Það var svo Jóhann Magni Jóhannsson, markahæsti leikmaður Reynis á þessu tímabili, sem jafnaði metin í uppbótartíma. Mikil harka var í fyrri leiknum eins og við mátti búast í þessum nágrannaslag, en þetta var fyrsti deildarleikur liðanna í 10 ár. Alls fór gula spjaldið 11 sinnum á loft í fyrri leiknum. Það má alveg búast við eins miklum hörkuleik í kvöld.“


Víðismenn sitja sem stendur í 3ja sæti deildarinnar með 22 stig og Reynir er í áttunda sæti deildarinnar eftir 12 leiki með 13 stig.

Dómari í leiknum verður Gunnar Jarl Jónsson og honum til aðstoðar verða þeir Ingvar Örn Gíslason og Kári Oddgeirsson. Eftirlitsdómari KSÍ er Sigurður G. Friðjónsson.