Knattspyrna 1.deild: Njarðvík náði í 1 stig
Njarðvík lék sinn fyrsta leik undir stjórn nýs þjálfara, Marko Tanasic, sl. fimmtudagskvöld. Njarðvík tók á móti Víking Ólafsvík og endaði leikurinn með jafntefli 1-1.
Rafn Markús Vilbergsson kom Njarðvík yfir 1-0 með marki á 16 mínútu eftir sendingu frá Aroni Smárasyni. Ólafsvíkingar jöfnuðu síðan á 55 mínútu þegar Miroslav Pilipovic skoraði eftir hornspyrnu.
Það eru næg stig eftir í pottinum fyrir Njarðvík til að koma sér úr fallsæti.
Næsti leikur hjá Njarðvík er gegn Fjarðabyggð á útivelli,miðvikudaginn 30.júlí. Með sigri í þeim leik gætu Njarðvíkingar færst upp um eitt sæti. Njarðvík er nú í neðsta sæti með 7 stig en KS/Leiftur fyrir ofan þá með 8 stig. Þór, Fjarðabyggð og Leiknir R eru ekki langt á undan með 12 og 13 stig.
Byrjunarlið á móti Víking Ólafsvík síðastliðið fimmtudagskvöld (24.júlí).
1 Ingvar Jónsson
5 Kristinn Björnsson
6 Gestur Gylfason / Árni Þór Ármannsson
8 Rafn Vilbergsson
10 Guðni Erlendsson
11 Aron Már Smárason
15 Albert Högni Arason / Frans Elvarsson
19 Vignir Benediktsson
20 Ísak Örn Þórðarson / Kristinn Örn Agnarsson
25 Alexander Magnússon
28 Jón Haukur Haraldsson
Varamenn
4 Árni Þór Ármannsson
7 Einar Valur Árnason
12 Almar Eli Færsteh
16 Kristinn Örn Agnarsson
23 Frans Elvarsson