Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Klúbbmeistarinn mætti í Leiruna á nýja árinu
Guðmundur með fleygjárnið á lofti á nýja árinu í Leirunni. VF-myndir/pket.
Þriðjudagur 10. janúar 2017 kl. 17:04

Klúbbmeistarinn mætti í Leiruna á nýja árinu

„Það er ekki hægt að sleppa svona degi. Ég er búinn að koma nokkuð oft í vetur enda tíðin verið frekar hagstæð, lítið um snjó og frost. Ef maður ætlar að mæta á Eimskipsmótaröðina í sumar er vissara að æfa,“ sagði Guðmundur Rúnar Hallgrímsson, klúbbmeistari Golfklúbbs Suðurnesja sem tók æfingu í fínu veðri á Hólmsvelli í Leiru sl. laugardag 7. jan.

Guðmundur Rúnar varð klúbbmeistari í Leirunni í áttunda sinn síðasta sumar en hann vann fyrst árið 2005. Hann vantar fjóra titla til að jafna við Örn Ævar Hjartarson sem hefur unnið titilinn tólf sinnum síðan 1996. Þriðji sigursælasti klúbbmeistari GS er gamla kempan Þorbjörn Kjærbo sem vann tíu sinnum. Hann var fyrsti Íslandsmeistari GS árið 1968 og varð meistari þrjú ár í röð.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Liturinn á flötunum í Leirunni var óvanalega grænn miðað við árstíma, ekkert frost í jörðu og all nokkrir kylfingar úti á velli að nýta sér blíðuna.