Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Föstudagur 2. júlí 1999 kl. 00:05

KLAUFASKAPUR BEGGJA MEGIN OG BIKARDRAUMURINN BÚINN

Keflvíkingar töpuðu fyrir ÍBV í 16 liða úrslitum bikarsins með þremur mörkum gegn einu. Fyrri hálfleikurinn var markalaus og Keflvíkingar mun betri en strönduðu jafnan á serbneska öryggisventlinum Zoran Miljkovic í sóknaraðgerðum sínum. Vestmannaeyingar efldu sóknarleik sinn strax í upphafi seinni hálfleiks sem skilaði sér brátt með mörkum Ívars Ingimarssonar og Allan Mörköre á 51. og 61 mínútu en Keflvíkingar neituðu að gefast upp og Gestur Gylfason minnkaði muninn með þrumufleyg á 65 mín. Færeyingurinn Mörköre tryggði svo gestunum sigurinn með marki á 70 mín. Keflvíkingar voru tvímælalaust betri aðilinn í leiknum en óheppni og klaufaskapur héldust í hendur beggja megin vallarins og því fór sem fór, heppnin var Eyjamanna. Keflvíkingar misstu einbeitinguna í upphafi seinni hálfleiks en léku að öðru leyti mjög vel og því bregður blm. á það ráð að lasta alla og hrósa jafnmörgum að þessu sinni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024