Kláruðu tímabilið með stæl
Njarðvíkingar sigruðu Víðir, 2-0, á Víðisvelli í Garði í síðasta leik sumarsins í 2. deild karla í knattspyrnu á föstudag og kláruðu þannig frábært tímabil á viðeigandi hátt en eins og flestir vita höfðu þeir þegar tryggt sér sæti í 1. deild á næsta tímabili. Bæði mörk Njarðvíkinga komu í síðari hálfleik, það fyrra skoraði Sverrir Þór Sverrisson með skoti beint úr aukaspyrnu en það síðara skoraði Sævar Gunnarsson.Njarðvíkingar enduðu í 2. sæti í deildinni með 42 stig en HK varð í efsta sæti með 47 stig. Víðismenn áttu frekar erfitt sumar en þeir lentu í 6. sæti deildarinnar með 24 stig.
Markamaskínurnar Eyþór Guðnason og Sævar Gunnarsson voru í 2. og 3. sæti yfir markahæstu leikmenn 2. deildar, Eyþór með 16 mörk en Sævar með 15.
Þess má til gamans geta að í sérblaði TVF um fótboltan á Suðurnesjum fyrr í sumar var Njarðvíkingum spáð í 6. sæti deildarinnar og Víðismönnum var spáð í 4. sæti. Sú spá gekk því ekki eftir og þó svo við hefðum verið nokkuð nálægt með Víðismenn þá stóðu Njarðvíkingar af sér allar spár og áttu frábært tímabil eins og áður sagði.
Markamaskínurnar Eyþór Guðnason og Sævar Gunnarsson voru í 2. og 3. sæti yfir markahæstu leikmenn 2. deildar, Eyþór með 16 mörk en Sævar með 15.
Þess má til gamans geta að í sérblaði TVF um fótboltan á Suðurnesjum fyrr í sumar var Njarðvíkingum spáð í 6. sæti deildarinnar og Víðismönnum var spáð í 4. sæti. Sú spá gekk því ekki eftir og þó svo við hefðum verið nokkuð nálægt með Víðismenn þá stóðu Njarðvíkingar af sér allar spár og áttu frábært tímabil eins og áður sagði.