Kláruðu leikinn í öðrum leikhluta
Frábær annar leikhluti gerði útslagið, þegar Keflvíkingar unnu öruggan sigur á KR á útivelli í Domino's deild kvenna í körfubolta. Keflvíkingar unnu leikhlutann með 20 stiga mun, en munurinn þegar uppi var staðið var 17 stig, lokatölur 50-76, Keflvíkingum í vil. Keflvíkingar dreifðu stigaskorinu vel sín á milli en Tyson-Thomas var atkvæðamest með 16 stig og 14 fráköst. Keflvíkingar verma ennþá annað sæti deildarinnar og eru fjórum stigum á eftir sjóðheitum Snæfellingum.
KR-Keflavík 50-76
Keflavík: Carmen Tyson-Thomas 16/14 fráköst, Marín Laufey Davíðsdóttir 15/4 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 13, Sara Rún Hinriksdóttir 11/4 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 6, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 5/5 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 4/4 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 2/10 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 2/5 fráköst, Elfa Falsdottir 2.