KLÁRIR TIPPARAR MEÐ 13 RÉTTA
Tipparar í Keflavík höfðu heppnina með sér um síðustu helgi en þá fék hópurinn „Klárarnir“ þrettán rétta í getraunum. Þetta eru starfsfélagar úr Fríhöfninni í Leifsstöð og voru þeir með eina röð með 13 réttum, eina með tólf og fimm ellefur. Gaf þetta þeim samtals hálfa milljón króna.Þess má geta að hópnúmer Kláranna er 34 en einhver lukka virðist vera þarna í stöðinni með þessa tölu því fyrir nokkrum árum kom stór vinningur í happdrætti sem bar þessa tölu, stuttu seinna vannst bíll og nú síðast getraunavinningur. Þá má geta þess að einn meðlimur Kláranna sett 500 kr. á lengjuna og náði sér í 400 þús. kr. Sannarlega góð helgi hjá þeim.Nú eru liðnar sex leikvikur af tíu í núverandi hópleik og er staða efstu hópa þessi:1. Gárungar 64 stig2. A-Vík 623.-6. Þorrinn 603.-6. Feðgarnir 603.-6. Öfugalínan 603.-6. Trixarar 607.-11. Leicester 597.-11. Gó7.-11. Southampton 597.-11. Ber 59Forráðamenn Keflavíkur-tippara vildu minna tippara á að lámarksfjöldi í hópleik er einn og að hópnúmerið er 230.