Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Klara nýr formaður UMFG
Ný stjórn UMFG.
Mánudagur 5. júlí 2021 kl. 06:00

Klara nýr formaður UMFG

Klara Bjarnadóttir var kjörin nýr formaður UMFG á aðalfundi félagsins á dögunum. Þá var sömuleiðis kosið um nýja stjórn fyrir komandi starfsár. Klara er fyrsta konan sem gegnir embætti formanns UMFG frá árinu 1978. Félagið segir það mikið fagnaðarefni að fá jafn öfluga konu og Klöru í forystu en hún hafi unnið frábært starf sem formaður sunddeildar UMFG undanfarin ár.

Með Klöru í stjórn verða Ásgerður Hulda Karlsdóttir, Bjarni Már Svavarsson, Gunnlaugur Hreinsson og Kjartan Adólfsson, sem situr nú sitt annað ár í stjórn. Þeir Bjarni, Gunnlaugur og Kjartan hafa allir gegnt embætti formanns UMFG áður og Ásgerður á að baki áralanga reynslu sem stjórnarmaður körfuknattleiksdeildar félagsins. Það er því óhætt að segja að um öfluga stjórn sé að ræða.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024