KKÍ lokahóf - Suðurnesin sópa til sín verðlaunum
Nú fyrir skömmu lauk verðlaunaafhendingu á lokahófi KKÍ þar sem þeir körfuknattleiksmenn sem skarað höfðu framúr á árinu voru heiðraðir. Einnig voru flestir sem á einhvern hátt tengjast körfubolta á Íslandi mættir á Broadway í kvöld til að lyfta sér upp. Suðurnesjamenn fjölmenntu á sviðið enda féll fjöldi viðurkenninga þeim í skaut. Jacquline Adamschick leikmaður Keflvíkinga var valin besti erlendi leikmaður Iceland Express deildarinnar í vetur enda lék hún frábærlega þrátt fyrir að hafa misst af allra síðustu leikjum tímabilsins vegna meiðsla.
Liðsfélagi hennar Pálína Gunnlaugsdóttir var valin best í úrslitakeppninni eftir glimrandi frammistöðu. Þær stöllur Pálína, Bryndís Guðmundsdóttir og Birna Valgarðsdóttir voru allar valdar í úrvalslið deildarinnar enda máttarstólpar tvöfaldra meistara þetta árið. Þjálfari stúlknanna Jón Halldór Eðvaldsson var svo kjörinn þjálfari ársins í Iceland Express deild kvenna.
Pálína Gunnlaugsdóttir var best í úrslitakeppninni í ár
Þeir Sigurður Þorsteinsson og Hörður Axel Vilhjálmsson úr herbúðum Keflavíkur voru kjörnir í úrvalslið karla og auk þess hlaut Hörður nafnbótina varnarmaður ársins en piltur þykir harður í horn að taka.
Suðurnesjastúlkan Margrét Kara Sturludóttir var kjörin besti leikmaður Íslandsmótsins en hún leikur með KR. Njarðvíkingurinn Sigmundur Már Herbertsson var svo kjörinn besti dómarinn í ár.
Eftirtalin verðlaun voru veitt fyrir keppnistímabilið 2010-2011:
Prúðasti leikmaðurinn í Iceland Express-deild kvenna:
Hildur Sigurðardóttir - KR
Prúðasti leikmaðurinn í Iceland Express-deild karla:
Ægir Þór Steinarsson - Fjölnir
Besti erlendi leikmaður Iceland Express-deild kvenna:
Jacquline Adamshick - Keflavík
Besti erlendi leikmaður í Iceland Express-deild karla:
Marcus Walker - KR
Besti varnarmaðurinn í Iceland Express-deild kvenna:
Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir - KR
Besti varnarmaðurinn í Iceland Express-deild karla:
Hörður Axel Vilhjálmsson - Keflavík
Besti ungi leikmaðurinn í Iceland Express-deild kvenna:
Bergþóra Tómasdóttir - Fjölnir
Besti ungi leikmaðurinn í Iceland Express-deild karla:
Ægir Þór Steinarsson - Fjölnir
Besti leikmaður úrslitakeppni kvenna:
Pálína Gunnlaugsdóttir - Keflavík
Besti leikmaður úrslitakeppni karla:
Marcus Walker - KR
Besti dómari Iceland Express-deildum:
Sigmundur Már Herbertsson
Bestu þjálfarar IEX deilda:
Besti þjálfari Iceland Express-deild karla:
Hrafn Kristjánsson - KR
Besti þjálfari Iceland Express-deild kvenna:
Jón Halldór Eðvaldsson – Keflavík
Úrvalslið Iceland Express deildar karla og kvenna:
Kvenna:
Pálína Gunnlaugsdóttir - Keflavík
Birna Valgarðsdóttir – Keflavík
Bryndís Guðmundsdóttir - Keflavík
Ragna Margrét Brynjarsdóttir- Haukar
Margrét Kara Sturludóttir - KR
Karla
Hörður Axel Vilhjálmsson – Keflavík
Pavel Ermolinskij - KR
Brynjar Þór Björnsson - KR
Jón Ólafur Jónsson - Snæfell
Sigurður Gunnar Þorsteinsson- Keflavík
Bestu leikmenn IEX deilda:
Besti leikmaður Iceland Express-deildar kvenna:
Margrét Kara Sturludóttir - KR
Besti leikmaður Iceland Express-deildar karla:
Pavel Ermolinskij – KR
Kolbeinn Pálsson fékk heiðurskross KKÍ fyrir sín miklu störf fyrir KKÍ síðustu áratugi og er Kolbeinn fjórði sem fær þennan mikla heiður. Áður höfðu Bogi Þorsteinsson, Einar Ólafsson og Einar Bollason fengið heiðurskross KKÍ.
Rögnvaldur Hreiðarsson, Þóra Melsteð og Ágúst Kárason fengu öll silfurmerki KKÍ fyrir óeigingjarnt starf í gegnum árin og eru velu að þessu komin.
Stöð 2 Sport og Iceland Express fengu sérstakar viðurkenningar fyrir sinn þátt í þeirri uppbyggingu sem hefur verið á körfuboltanum sl. ár.