KKDÍ leitar aðstoðar lögfræðinga
Körfuknattleiksdómarafélag Íslands hefur ákveðið að leita sér aðstoðar lögfræðinga til að meta hvort ástæða sé til að kæra ummæli Vals Ingimundarsonar til dómstóla. Ummælin féllu eftir leik í Borgarnesi, í gærkvöldi, þann 20. mars í viðtali við Arnar Björnsson á sjónvarpsstöðinni Sýn. Dómarar telja ummælin meiðyrði og rógburð.
Skallagrímur féll í gær út úr úrslitakeppninni í
Valur sagði meðal annars við SÝN í gærkvöldi að hann ætlaði ekki að vera að ,,væla” út í dómarana en að honum hafi fundist það ljóst að bæði í fyrsta leiknum, leiknum í gær og í bikarkeppninni að Skallagrímur ætti ekki að ná langt í vetur og vildi ekki fara nánar út í kenningar sínar í viðtalinu við Arnar Björnsson á SÝN í gærkvöldi en viðtalið var birt að hluta til á fréttasíðunni www.visir.is í gærkvöldi eftir leik.
Valur sagði einnig: ,,Ég er ekki alsvekktur með spilamennsku okkar í kvöld. Við byrjuðum illa en náðum að komast inn í leikinn aftur en mér fannst við ekki vera að fá sömu hlutina og Grindvíkingarnir undir körfunni. Flake var hvað eftir annað barinn í spað í teignum, en svo var flautað á allt á hinum enda vallarins.
Þessi bransi snýst auðvitað um það að komast langt í úrslitakeppninni en ég er stoltur af þessu liði og þetta er búinn að vera frábær vetur. Það er leiðinlegt fólksins vegna að fara ekki lengra í keppninni. Það er það sama með öll landsbyggðarliðin - það hallar á okkur," sagði Valur.
Kristinn Óskarsson formaður KKDÍ og dómari frá Keflavík kvaðst í samtali við Víkurfréttir ekki ætla að tjá sig opinberlega um málið heldur verður það á bandi lögfræðinga að meta hvort ástæða sé til að kæra ummæli Vals.
Heimildir af www.kkdi.is og www.visir.is