Kjörísveisla í Keflavík
Það verður sannkölluð körfuboltaveisla í Keflavík um helgina þegar undanúrslit og úrslit Kjörísbikarsins verða leikin. Veislan hefst Föstudaginn 22. nóvember en þá verða leiknir tveir leikir. Fyrri leikurinn hefst kl. 18:30 þegar eigast við Haukar og Grindavík. Keflavík og KR eigast svo við í síðari leiknum sem hefst kl. 20:30. Sigurvegararnir úr þessum viðureignum leika svo um Kjörísbikarinn á laugardaginn kl. 16:30.Leið liðanna í úrslitin:
KEFLAVÍK
Keflvíkingar byrjuðu á því að slá út KFÍ frá Ísafirði. Þeir unnu fyrri leikinn með 45 stigum og gerðu svo jafntefli í síðari leiknum, en báðir leikirnir fóru fram á Ísafirði þar sem minni spámenn fengu að spreyta sig. Breiðablik var næsta fórnarlamb en þeir voru öllu erfiðari hindrun. Keflavík sigraði þó báða leikina gegn frískum Blikum, samtals 216:190.
Sigurði Ingimundarsyni þjálfara Keflvíkinga er öllu kunnugur þegar kemur að því að leika í undanúrslitum fyrirtækjabikarsins enda hefur hann verið þar með lið sitt frá því að keppnin hófst. Honum leist mjög vel á helgina. "Mér líst mjög vel á þessa keppni, enda er hún með skemmtilegri íþróttaviðburðum hér á landi. Ekki spillir fyrir að nú er leikið á glæsilegum heimavelli okkar Keflvíkinga. Þar sem víst er að umgjörð verður flott og stemmning mikil. Þarna verða á ferðinni fjögur bestu lið landsins og víst að leikinn verður körfuknattleikur í hæsta gæðaflokki. Við Keflvíkingar einblínum á leikinn á föstudaginn gegn KR-ingum og ætlum okkur þar að spila til sigurs", sagði Sigurður í samtali við VF.
GRINDAVÍK
Grindvíkingar slógu út Skallagrím í 16-liða úrslitum samtals 189:132. Næstir á dagskrá voru Tindastólsmenn en Grindvíkingar byrjuðu á því að gera jafntefli við þá fyrir norðan. Þegar heim í röstina var komið var hins vegar annað uppi á teningnum því Grindvíkingar unnu öruggan sigur, 88:74, og sæti í undanúrslitum tryggt.
Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari Grindvíkinga var spenntur fyrir helginni eins og aðrir og sagðist hlakka til að takast á við þetta verkefni. "Mér líst mjög vel á það að taka þátt í þessari keppni hinna fjögurra fræknu. Það verður verðugt verkefni að leika gegn Haukum enda eru þeir að spila mjög vel og hafa komið mikið á óvart. Þeir hafa á að skipa skemmtilegu liði sem verður gaman að kljást við", sagði Friðrik í samtali við VF.
Hvað leggur þú upp með fyrir leikinn?
"Ég er að byrja að kíkja á leik þeirra en eins og flestir vita spila þeir mikið í kringum Stevie Johnson sem er frábær í alla staði. Þeir eru einnig með fullt af íslenskum strákum sem eru nokkuð óþekktir en engu að síður mjög góðir. Má þar nefna Sævar Haraldsson, kornungan leikstjórnenda sem leikið hefur vel í vetur. Marel hefur einnig verið að spila gríðarlega vel en annars þurfum við að passa alla leikmennina þeirra mjög vel".
Er stefnan sett á titilinn?
Já, við förum í þetta til að vinna.
Er einhver óskamótherji?
"Nei alls ekki enda þýðir ekkert að hugsa svoleiðis. Ef við vinnum Hauka þá sjáum við bara til með framhaldið".
HAUKAR
Haukarnir áttu ekki í vandræðum með Þór frá Akureyri í 16-liða úrslitum en þeir unnu þá samtals 236:141. Það voru ekki margir sem bjuggust við því að Haukarnir kæmust í gegnum næsta andstæðing en það voru meistararnir sjálfir úr Njarðvík. Haukar komu þó öllum á óvart og gerðu sér lítið fyrir og sigruðu báða leikina, heima og að heiman, samtals 174:150 og tryggðu sér um leið farseðil til Keflavíkur í undanúrslit.
Reynir Kristjánsson þjálfari Hauka var að vonum sáttur að vera kominn svo langt í keppninni. "Mér lýst alveg svakalega vel á þessi undanúrslit og einstaklega gaman að við skulum vera þarna með þessum þremur sterku liðum", sagði Reynir í samtali við VF.
Hvað leggur þú upp með fyrir svona leiki?
"Að leikmenn liðsins gefi sig alla í þetta verkefni og berjist til síðasta blóðdropa, það er ekki hægt að fara fram á meira. Ég vona bara að hungrið sé enn til staðar hjá liðinu og að menn séu ekki bara sáttir við að komast í undanúrslitin".
Á ekki að taka titilinn?
"Ég vona svo sannarlega að við náum að spila vel og ef við fáum góðan stuðning frá okkar fólki þá er aldrei að vita hvað getur gerst, þetta er nú einu sinni úrsláttarkeppni og þá er alltaf von. En það er alveg ljóst í mínum huga að til þess að svo megi verða, þá verður Haukafólk að fjölmenna í Keflavík á föstudaginn (til að byrja með) og láta virkilega vel í sér heyra".
Hvaða lið er óskamótherjinn?
"Það er ómögulegt að tala um einhvern óskamótherja í úrslitum, bæði Keflavík og KR eru með geysilega sterk lið og því skiptir það ekki svo miklu máli hvort þeirra liða yrði okkar mótherji. En það er spurning hvort að það væri meiri stemming í því að spila við Keflavík þar sem leikið er á þeirra heimavelli, en jafnframt erfiðara".
KR
KR-ingar áttu ekki í erfiðleikum í fyrstu umferðinni gegn Stjörnunni þar sem báðir leikirnir voru gefnir og því unnu Vesturbæingarnir samtals 40:0. Næsti mótherjir KR var Hamar en leikirnir milli þessara liða hafa alltaf verið spennandi. Svo fór að þeir röndóttu höfðu betur í báðum viðureignunum samtals 185:170 og áframhaldandi þátttaka þeirra í þessari keppni því tryggð.
Ingi Þór Steinþórsson þjálfari toppliðs KR hlakkaði til að mæta til Keflavíkur að taka þátt í undanúrslitum Kjörísbikarsins. "Mér líst vel á leikinn á föstudag, og það verður erfitt að spila á heimavelli Keflavíkur. Við getum þó ekki verið að eyða púðri í að velta því fyrir okkur, þetta er ákveðið og svona skal það þá vera. Ekki gott mál því keppnin á að vera á
hlutlausum velli. Ég vona að Keflvíkingar verði þá með alvöru umgjörð utan
um þessa leiki, sagði Ingi í samtali við VF.
Hvað leggur þú upp með fyrir svona leiki?
"Ég vill að leikmenn leggi sig fram og séu ekki að spá í neinu öðru en þessum leik. Það getur oft truflað að spila seinni leik, en það þarf að hafa einbeitingu í lagi".
Hvert er stefnan sett?
"Að sjálfsögðu stefnum við á titilinn í þessari keppni".
Einhver óskamótherji í úrslitum?
"Fyrst þurfum við að spila við Keflavík og síðan verður það að koma í ljós í
framhaldinu hvort að óskamótherjinn er Haukar eða Grindavík".
KEFLAVÍK
Keflvíkingar byrjuðu á því að slá út KFÍ frá Ísafirði. Þeir unnu fyrri leikinn með 45 stigum og gerðu svo jafntefli í síðari leiknum, en báðir leikirnir fóru fram á Ísafirði þar sem minni spámenn fengu að spreyta sig. Breiðablik var næsta fórnarlamb en þeir voru öllu erfiðari hindrun. Keflavík sigraði þó báða leikina gegn frískum Blikum, samtals 216:190.
Sigurði Ingimundarsyni þjálfara Keflvíkinga er öllu kunnugur þegar kemur að því að leika í undanúrslitum fyrirtækjabikarsins enda hefur hann verið þar með lið sitt frá því að keppnin hófst. Honum leist mjög vel á helgina. "Mér líst mjög vel á þessa keppni, enda er hún með skemmtilegri íþróttaviðburðum hér á landi. Ekki spillir fyrir að nú er leikið á glæsilegum heimavelli okkar Keflvíkinga. Þar sem víst er að umgjörð verður flott og stemmning mikil. Þarna verða á ferðinni fjögur bestu lið landsins og víst að leikinn verður körfuknattleikur í hæsta gæðaflokki. Við Keflvíkingar einblínum á leikinn á föstudaginn gegn KR-ingum og ætlum okkur þar að spila til sigurs", sagði Sigurður í samtali við VF.
GRINDAVÍK
Grindvíkingar slógu út Skallagrím í 16-liða úrslitum samtals 189:132. Næstir á dagskrá voru Tindastólsmenn en Grindvíkingar byrjuðu á því að gera jafntefli við þá fyrir norðan. Þegar heim í röstina var komið var hins vegar annað uppi á teningnum því Grindvíkingar unnu öruggan sigur, 88:74, og sæti í undanúrslitum tryggt.
Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari Grindvíkinga var spenntur fyrir helginni eins og aðrir og sagðist hlakka til að takast á við þetta verkefni. "Mér líst mjög vel á það að taka þátt í þessari keppni hinna fjögurra fræknu. Það verður verðugt verkefni að leika gegn Haukum enda eru þeir að spila mjög vel og hafa komið mikið á óvart. Þeir hafa á að skipa skemmtilegu liði sem verður gaman að kljást við", sagði Friðrik í samtali við VF.
Hvað leggur þú upp með fyrir leikinn?
"Ég er að byrja að kíkja á leik þeirra en eins og flestir vita spila þeir mikið í kringum Stevie Johnson sem er frábær í alla staði. Þeir eru einnig með fullt af íslenskum strákum sem eru nokkuð óþekktir en engu að síður mjög góðir. Má þar nefna Sævar Haraldsson, kornungan leikstjórnenda sem leikið hefur vel í vetur. Marel hefur einnig verið að spila gríðarlega vel en annars þurfum við að passa alla leikmennina þeirra mjög vel".
Er stefnan sett á titilinn?
Já, við förum í þetta til að vinna.
Er einhver óskamótherji?
"Nei alls ekki enda þýðir ekkert að hugsa svoleiðis. Ef við vinnum Hauka þá sjáum við bara til með framhaldið".
HAUKAR
Haukarnir áttu ekki í vandræðum með Þór frá Akureyri í 16-liða úrslitum en þeir unnu þá samtals 236:141. Það voru ekki margir sem bjuggust við því að Haukarnir kæmust í gegnum næsta andstæðing en það voru meistararnir sjálfir úr Njarðvík. Haukar komu þó öllum á óvart og gerðu sér lítið fyrir og sigruðu báða leikina, heima og að heiman, samtals 174:150 og tryggðu sér um leið farseðil til Keflavíkur í undanúrslit.
Reynir Kristjánsson þjálfari Hauka var að vonum sáttur að vera kominn svo langt í keppninni. "Mér lýst alveg svakalega vel á þessi undanúrslit og einstaklega gaman að við skulum vera þarna með þessum þremur sterku liðum", sagði Reynir í samtali við VF.
Hvað leggur þú upp með fyrir svona leiki?
"Að leikmenn liðsins gefi sig alla í þetta verkefni og berjist til síðasta blóðdropa, það er ekki hægt að fara fram á meira. Ég vona bara að hungrið sé enn til staðar hjá liðinu og að menn séu ekki bara sáttir við að komast í undanúrslitin".
Á ekki að taka titilinn?
"Ég vona svo sannarlega að við náum að spila vel og ef við fáum góðan stuðning frá okkar fólki þá er aldrei að vita hvað getur gerst, þetta er nú einu sinni úrsláttarkeppni og þá er alltaf von. En það er alveg ljóst í mínum huga að til þess að svo megi verða, þá verður Haukafólk að fjölmenna í Keflavík á föstudaginn (til að byrja með) og láta virkilega vel í sér heyra".
Hvaða lið er óskamótherjinn?
"Það er ómögulegt að tala um einhvern óskamótherja í úrslitum, bæði Keflavík og KR eru með geysilega sterk lið og því skiptir það ekki svo miklu máli hvort þeirra liða yrði okkar mótherji. En það er spurning hvort að það væri meiri stemming í því að spila við Keflavík þar sem leikið er á þeirra heimavelli, en jafnframt erfiðara".
KR
KR-ingar áttu ekki í erfiðleikum í fyrstu umferðinni gegn Stjörnunni þar sem báðir leikirnir voru gefnir og því unnu Vesturbæingarnir samtals 40:0. Næsti mótherjir KR var Hamar en leikirnir milli þessara liða hafa alltaf verið spennandi. Svo fór að þeir röndóttu höfðu betur í báðum viðureignunum samtals 185:170 og áframhaldandi þátttaka þeirra í þessari keppni því tryggð.
Ingi Þór Steinþórsson þjálfari toppliðs KR hlakkaði til að mæta til Keflavíkur að taka þátt í undanúrslitum Kjörísbikarsins. "Mér líst vel á leikinn á föstudag, og það verður erfitt að spila á heimavelli Keflavíkur. Við getum þó ekki verið að eyða púðri í að velta því fyrir okkur, þetta er ákveðið og svona skal það þá vera. Ekki gott mál því keppnin á að vera á
hlutlausum velli. Ég vona að Keflvíkingar verði þá með alvöru umgjörð utan
um þessa leiki, sagði Ingi í samtali við VF.
Hvað leggur þú upp með fyrir svona leiki?
"Ég vill að leikmenn leggi sig fram og séu ekki að spá í neinu öðru en þessum leik. Það getur oft truflað að spila seinni leik, en það þarf að hafa einbeitingu í lagi".
Hvert er stefnan sett?
"Að sjálfsögðu stefnum við á titilinn í þessari keppni".
Einhver óskamótherji í úrslitum?
"Fyrst þurfum við að spila við Keflavík og síðan verður það að koma í ljós í
framhaldinu hvort að óskamótherjinn er Haukar eða Grindavík".