Kjöldregnar í Grindavík
– Ísland 0 Þýskaland 5
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu, skipað leikmönnum 17 ára og yngri, var kjöldregið af landsliði Þýskalands í kvöld í fyrsta leik sínum í lokakeppni Evrópumótsins í aldursflokknum sem nú fer fram hér á landi. Úrslitin urðu 5 mörk Þýskalands gegn 0 frá Íslandi.
Þjóðverjar skorðu strax á fimmtu mínútu og svo aftur undir lok fyrri hálfleiks og leiddu 2-0 í hálfleik.
Síðari hálfleik hófu þær þýsku af sama krafti og þann fyrri og skoruðu þrjú mörk til viðbótar áður en flautað var til leiksloka.
Tveir landsleikir voru spilaðir í Grindavík í dag því fyrr í dag léku þar England og Spánn. Þau lið skildu jöfn, 1-1.