Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 15. nóvember 2001 kl. 09:50

Kjartan þjálfari Keflvíkinga

Þjálfaramál meistaraflokks Keflavíkinga í knattspyrnu skýrðust á fundi sem haldinn var í gærkvöldi. Þar var tilkynnt að nýr þjálfari Kjartan Másson tæki við þjálfun liðsins.
Að sögn Rúnars Arnarsonar er ekki ennþá alveg ljóst hvaða leikmenn fara frá félaginu. „Eysteinn Hauksson er farinn og Zoran Ljubicic fer líklega líka þó ég hafi ekki heyrt frá honum sjálfum en við höfum ekkert til að bjóða honum“, segir Rúnar. Nokkrir leikmenn Keflavíkurliðsins hafa tilkynnt að þeir munu hætta að leika en þar má nefna Ragnar Steinarsson, Gunnar Oddson og Kristinn Guðbrandsson.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024