Kísill styrkir kvennaknattspyrnu
geoSilica bakhjarl Keflvíkinga
Sprotafyrirtækið geoSilica hefur undirritað tveggja ára samstarfssamning við Knattspyrnudeild Keflavíkur, þar sem ætlunin er að styrkja eingöngu kvennaboltann.
„Ég held að það sé óhætt að fullyrða að geoSilica sé fyrsta fyrirtækið sem styrkir kvennaboltann í Keflavík með því að styrkurinn sé skilyrtur til notkunar til uppbyggingar kvennaboltans í Keflavík eingöngu,“ segir Sveinn Þórarinsson gjaldkeri kvennaráðs Keflavíkur í tilkynningu.
Sprotafyrirtækið geoSilica byrjaði starfsemi sína í frumkvöðlasetrinu Eldey á Ásbrú. Fyrirtækið sérhæfir sig í vinnslu kísils til manneldis og er það afrakstur verkefnavinnu tveggja nemenda við háskólabrú Keilis, þeirra Fidu Abu Libdeh, sem er framkvæmdastjóri fyrirtækisins, og Burkna Pálssonar sem er tæknistjóri.
Tengdar fréttir: Frumkvöðullinn Fida er „Maður ársins á Suðurnesjum 2014“