Kirkjubólsvöllur í 18 holur sumarið 2009
Golfklúbbur Sandgerðis mun í dag skrifa undir samning við Sandgerðisbæ um stækkun Kirkjubólsvallar í 18 holur. Stefnt er að því að völlurinn verði tilbúinn um mitt sumar 2009. Guðmundur Einarsson, formaður GSG, segir að það sé mikill hugur í mönnum og farið verði á fullu í framkvæmdir á nýja vellinum strax í vor.
Hann segir að Sandgerðisbær hafi sýnt þessu mikinn skilning og ætlar að styrkja klúbbinn um 39 milljónir sem greitt er út á næstu þremur árum vegna stækkunar í 18 holur. Áætlað er að kostnaður við þessar níu holur verði í kringum 50 milljónir, klúbburinn greiðir 20% og bærinn 80%.
Lesa nánar um málið á Kylfingur.is með því að smella hér.