Kiddi Óskars dæmir í Evrópukeppni
Kristinn Óskarsson, körfuknattleiksdómari úr Keflavík, hefur fengið tilnefningu um að dæma tvo Evrópuleiki í Frakklandi í lok janúar. Þetta er önnur tilnefning Kristins frá FIBA-Europe í vetur.
Þann 20. desember dæmir Kristinn leik Paris Basket Racing (PSG) og Anwil frá Póllandi í B-riðli meistaradeildarinnar, en leikurinn fer fram í París. Anwil er sem stendur í efsta sæti riðilsins, en París í því neðsta.
Daginn eftir þann 21. desember dæmir Kristinn leik USO Basket gegn Kozachka-Zalk frá Úkraínu í milliriðli E í Bikarkeppni kvenna í Mondeville.
Meðdómari Kristins í leikjunum tveimur er portúgalskur og heitir José Araujo.
Þetta kemur fram á kki.is