KIDDI DÆMIR YTRA
Keflvíkingurinn og körfuknattleiksdómarinn Kristinn Óskarsson dæmir í kvöld leik Teamware ToPo og Krka Novo Mesto frá Slóveníu sem fram fer í Helsinki.Falur Harðarson leikur með Topo-liðinu sem er þarna að keppa í Saporta Cup Evrópukeppninni, keppni sem er gæðastiginu fyrir ofan Korac keppnina sem ÍRB tekur þátt í. Í gærkveldi dæmdi Kristinn leik Plannja-Basket frá Svíþjóð og Okapi Aalst frá Belgíu í sömu keppni. Leikurinn fór fram í Lulea í Svíþjóð. Þetta er fimmta verkefni Kristins á þeim tveimur árum sem hann hefur haft alþjóðleg réttindi og ákveðin viðurkenning á gæðum íslenskrar dómgæslu því aldrei áður hefur jafnmörgum verkefnum verið úthlutað til íslenskra dómara og á þessu tímabili.