Kian Viðarsson gengur til liðs við Þrótt
Þróttur Vogum hefur fengið til liðs við sig knattspyrnumanninn Kian Viðarsson, en Kian spilaði á síðasta tímabili með Reyni Sandgerði.
Kian, sem verður tvítugur á þessu ári, er vinstri bakvörður og spilaði í háskólaboltanum í Bandaríkjunum áður en hann kom til Reynismanna. Kian ólst upp í San Diego í Bandaríkjunum en faðir hans er íslenskur.