Kevin Young til Keflavíkur
Lið Keflavíkur í Dominos deild karla hefur ráðið Kevin Young til að leika með þeim á komandi leiktíð. Kevin hefur leikið í efstu deild Puertó Ríkó, Kanada, Mexikó sem og í NBA G deildinni.
Hinn 27 ára gamli Young er 203 cm á hæð og er fæddur í Bandaríkjunum en er með ríkisfang frá Púertó Ríkó. Í Kanada lék hann með Halifax Rainmen frá árinu 2014 til 2015, en eftir það tímabil var hann bæði valinn í fyrsta úrvalslið deildarinnar og valinn varnarmaður ársins. Þá hefur hann einnig leikið landsleiki fyrir Púertó Ríkó.