Kevin Sims sagt upp hjá Grindavík
Kevin Sims var sagt upp hjá Grindavík á mánudaginn og hélt hann af landi brott í gær. Stjórn körfuknattleiksdeildar UMFG sagði hann ekki standa undir væntingum og því var þetta óumflýjanleg ákvörðun, sérstaklega í ljósi mjög slæms gengis liðsins um þessar mundir.
Það kemur í ljós í leiknum á föstudag á móti Hamri hvort Nick Bradford verði kominn til Grindavíkur en hann hefur staðfest komu sína á twittersíðu sinni.