Kevin Sims í raðir Grindavíkur
Grindvíkingar hafa loks gefið upp hver nýji leikimaðurinn er en hann heitir Kevin Sims. Kevin spilar stöðu leikstjórnanda eins og áður var greint á VF og var áður í Tulane háskólanum. Hann er fæddur árið 1988 og er 178 cm á hæð en þessu greinir umfg.is frá.
Miklar vonir eru bundnar við Kevin en liðið tapaði seinasta leik með 19 stigum á móti Haukum. Hann mun spila sinn fyrsta leik á fimmtudaginn en þá mætir Grindavík ÍR í Breiðholtinu.