Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Kesha leikur með Keflavík
Fimmtudagur 2. október 2008 kl. 11:46

Kesha leikur með Keflavík

Það er sannarlega mikil gleðitíðindi fyrir Keflvíkinga sem bárust inn um lúguna í morgun. Kesha Watson mun leika með kvennaliði Íslandsmeistara Keflavíkur í vetur, en frá þessu greinir Visir.is. Þetta verður hennar þriðja tímabil með Keflavík en hún hefur leikið mjög vel í Keflavíkurbúningnum á síðustu tveimur tímabilum. Þetta þýðir að Tracey Walker hefur verið send heim.

Watson hafði hug á því að leita annað í Evrópu en var enn án samnings þegar í ljós kom að nýi erlendi leikmaður Keflavíkurliðsins stæðist ekki þær væntingar sem til hennar voru gerðar.

Það er ekki öruggt að Watson verði komin fyrir undanúrslitaleik Keflavíkur á móti Haukum í kvöld en hún verður örugglega með komist liðið í úrslitaleikinn á sunnudaginn. Leikur Keflavíkur og Hauka hefst klukkan 19.00 í Laugardalshöl í kvöldl en á eftir mætast lið KR og Grindavíkur.

VF-Mynd/JBÓ: Kesha Watson leikur með Keflavík í vetur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024