Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Keppnistímabilinu í sundi lokið
Sundkonurnar Sunneva Bergmann Ásbjörnsdóttir, KatlaMaría Brynjarsdóttir og Eva Margrét Falsdóttir. Mynd af Facebook-síðu sundráðs ÍRB
Miðvikudagur 13. júlí 2022 kl. 10:26

Keppnistímabilinu í sundi lokið

Sundkonurnar Eva Margrét Falsdóttir, Katla María Brynjarsdóttir og Sunneva Bergmann Ásbjörnsdóttir frá ÍRB hafa nú lokið keppni á stórmótum erlendis og er því keppnistímabilinu formlega lokið hjá ÍRB.

Eva Margrét keppti á Evrópumeistaramóti unglinga í Búkarest í Rúmeníu dagana 5.–10. júlí og þær Katla María og Sunneva Bergmann kepptu á Norðurlandamóti æskunnar í Tallinn í Eistlandi dagana 9.–10. júlí.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ein bæting var í þessum verkefnum en það var Katla María Brynjarsdóttir í 200 metra skriðsundi. Besta árangrinum náði Sunneva Bergmann Ásbjörnsdóttir þegar hún hafnaði í fjórða sæti í 400 metra fjórsundi.