Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keppnisbúningar Keflavíkur komnir til Afríku
Þriðjudagur 27. febrúar 2018 kl. 12:52

Keppnisbúningar Keflavíkur komnir til Afríku

Ólafía Kristín Norðfjörð er í tólf daga hjálparstarfi í Afríku en hún tók meðal annars gamla keppnisbúninga frá knattspyrnudeild Keflavíkur með sér til þess að endurnýta þá og gleðja afrísk börn í leiðinni. Ólafía er búin að afhenda búningana og birti færslu og mynd á Facebook af því tilefni:

„Vildi deila með ykkur mynd af börnum í ABC skólanum í Burkina Faso.
Ég fór til Burkina Faso núna í febrúar og tók með mér 60 kg. af Keflavíkurbúningum og boltum sem barna- og unglingaráð Keflavíkur í knattspyrnu gaf þeim.
Þetta vakti mikla lukku hjá hópnum og má segja að nú eigi Keflavík fótboltalið í Bobo, Burkina Faso.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024