Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keppni Kristmundar aflýst í París
Mánudagur 16. nóvember 2015 kl. 09:50

Keppni Kristmundar aflýst í París

Um helgina átti Paris Open taekwondo mótið að vera haldið en því var aflýst í kjölfar hryðjuverka árásanna sem áttu sér stað þar á föstudag.

Kristmundur Gíslason taekwondo kappi úr Keflavík átti að keppa á mótinu ásamt 4 öðrum landsliðsmönnum frá Íslandi en þetta mót er stigamót til að afla sér stigum inn á Ólympíuleika. Allir Íslendingarnir eru óhultir.

Kristmundur fer næst til Rúmeníu þar sem hann keppir á Evrópumóti undir 21 árs og beint þaðan til Afríku að keppa á Marokko Open sem er annað stigamót.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024