Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keppni í unglingaflokki hafin
Fimmtudagur 6. október 2005 kl. 09:34

Keppni í unglingaflokki hafin

Keppni í unglingaflokki karla og kvenna í körfuknattleik er hafin en Keflavíkur- og Njarðvíkurstúlkur léku sína fyrstu leiki s.l. mánudag.

Njarðvíkurstúlkur sigruðu Blika 84-34 þar sem Guðrún Aradóttir gerði 21 stig fyrir Njarðvík. Keflavíkurstúlkur sigruðu Grindavík 58-47 þar sem María Ben Erlingsdóttir skoraði 22 stig.

Sjá leikjaröðun hjá Unglingaflokki kvenna í vetur.

Njarðvíkingar hefja keppni annað kvöld og leika gegn Snæfell í Ljónagryfjunni kl. 20:30 en Keflavík og Grindavík eiga leik á laugardag. Grindvíkingar taka þá á móti Val í Röstinni og hefst sá leikur kl. 16:00 en Keflvíkingar mæta KR að Sunnubraut kl. 16:00.

Sjá leikjaröðun hjá Unglingaflokki karla í vetur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024