Keppni hefst í 1. deild: Njarðvík tekur á móti Stjörnunni
Keppni hefst í 1. deild karla í knattspyrnu í dag og munu Njarðvíkingar taka á móti Stjörnunni á Njarðvíkurvelli kl. 17:00. Þá hefst keppni í Landsbankadeild kvenna í dag en Keflvíkingar leika sinn fyrsta leik á morgun. Njarðvíkingar hafa styrkt sig fyrir átökin í sumar en Dalibor Lazic gekk nýverið í grænt.Lazic er miðjumaður og hefur æft með Njarðvíkingum að undanförnu en hann kom fyrst til landsins árið 2004. Þá lék Lazic með liði Stjörnunnar í fyrstu deildinni en árið 2006 lék hann með Kára og Hvöt í þriðju deildinni. Í fyrra var Lazic síðan á mála hjá Ægi þar sem hann skoraði tvö mörk í fjórtán leikjum í þriðju deildinni.
Leikur Njarðvíkur og Stjörnunnar hefst stundvíslega kl. 17 á Njarðvíkurvelli en aðrir leikir umferðarinnar eru:
ÍBV-Leiknir R.
Haukar-Víkingur Ó.
Víkingur R.-Selfoss
KA-Fjarðabyggð
Fyrstu umferðinni í 1. deild karla lýkur svo á morgun þegar Þór tekur á móti KS/Leiftri.
VF-Mynd/ Úr safni- Frá leik Njarðvíkinga og Stjörnunnar á síðustu leiktíð.






