Keppni hafin í Leiru
Þriðja stigamót Kaupþings mótaraðarinnar í golfi hófst kl. 08:00 í morgun á Hólmsvelli í Leiru og að sögn Gylfa Kristinssonar framkvæmdastjóra GS er milt veður og smá gola í Leirunni. Gylfi sagði einnig að 98 keppendur væru í mótinu að þessu sinni en fjórir skráðu sig úr keppni í gær.
„Keppni stendur til c.a. 18 í kvöld en það spáir vel alla helgina sem er nú það merkilega í þessu öllu saman. Það eru sem sagt horfur á því að hægt verði að ljúka heilu móti á Kaupþings mótaröðinni í fyrsta sinn í sumar,” sagði Gylfi en í síðustu tveimur stigamótum hefur ekki náðst að klára fulla keppni.
Karginn í Leiru er orðinn nokkuð myndarlegur og sagði Gylfi að staðarhaldarar í Leiru hefðu nú gamnað með það við kylfinga að kargasláttuvélin þeirra hefði bilað. Gylfi sagði kargann vera þykkan og góðan, svona eins og hann ætti að vera.
VF-mynd/Þorgils - Úr Bergvíkinni í morgun -sjá fleiri myndir í myndasafni