Keppni af dýrari gerðinni
Þriggja stiga keppnin sem haldin verður á föstudagskvöldið í Njarðvík verður af dýrari gerðinni en þá fer fram góðgerðar stjörnuleikur í Ljónagryfjunni. Tíu keppendur munu taka þátt og fer undankeppnin fram í hálfleik. Fimm keppendur eru í hvorum riðli og munu sigurvegarar hvors riðils fara í lokaúrslitin. Einn heppinn áhorfandi getur boðið í síðasta sæti keppninnar og spreytt sig gegn stjörnunum.
Keppendurnir eru ekki af verri endanum. Talnaglöggir aðilar vilja halda því fram að á meðal þátttakenda í leiknum séu fjórir einstaklingar sem hafa sigrað slíka keppni í árlegum stjörnuleik efstu deildar.
Jeb Ivey vann keppnina 2004 eftir úrslitaeinvígi við Brenton Birmingham. Teitur Örlygsson segist aldrei hafa tapað í þriggja stiga keppni og Gunnar bróðir hans hefur sigrað í slíkri keppni áður, sem og Friðrik Ingi Rúnarssonannar af þjálfurum úrvalsliðsins.
Keppendur:
Í Hagkaupsriðlinum verða: Jeb Ivey - Elvar Már Friðriksson - Gunnar Örlygsson - Brenton Birmingham - laust sæti fyrir hæstbjóðanda.
Í Nettóriðlinum verða: Logi Gunnarsson - Nigel Moore - Teitur Örlygsson - Ágúst Orrason - Sigmundur Már Herbertsson.
Lausa sætið í Hagkaupsriðlinum verður boðið upp milli fyrsta og annars leikhluta og mun hæstbjóðandi fá sætið í keppninni.
Eins og sjá má á listanum eru margar af helstu skyttum UMFN skráðir til leiks og þar á meðal Sigmundur Már sem hefur helst getið sér góðs orðs sem dómari í körfuboltanum.