Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Keppendur komnir af Alþjóðaleikum fatlaðra
Þriðjudagur 5. júlí 2011 kl. 21:08

Keppendur komnir af Alþjóðaleikum fatlaðra

Eins og áður hefur verið getið þá stóðu yfir Alþjóðaleikar fatlaðra í Aþenu í Grikklandi á dögunum. 7000 keppendur frá 180 þjóðum keppa í 22 íþróttagreinum. 37 Íslendingar kepptu í hinum ýmsu greinum og stóðu sig frábærlega og unnu marga sigra. Í knattspyrnuliðinu sem fór héðan voru Suðurnesjamenn, þeir Sigurður Guðmundsson og Guðmundur Markússon en liðið vann til silfurverðlauna eins og fram hefur komið áður hér á vf.is.

Annar Suðurnesjamaður tók þátt í leikunum en hann keppti í frjálsum íþróttum. Sá heitir Jakob Gunnar Lárusson og er úr Reykjanesbæ. Hann náði að landa bronsi í langstökki og varð fimmti í 100m hlaupi, sannarlega frábær árangur hjá kappanum.

Hópurinn kom heim seint í gærkvöldi eftir að hafa hafa dvalið í Grikklandi í miklum hita og smávægilegum óeirðum. Keppendur skemmtu sér hið besta og heppnaðist ferðin gríðarlega vel. Vilja keppendur og aðstandendur þakka þeim fjölmörgu stuðningsaðilum fyrir þeirra framlag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024