Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Kenny og Neil verða áfram með Njarðvík
Þriðjudagur 26. september 2017 kl. 06:00

Kenny og Neil verða áfram með Njarðvík

- Skosku leikmennirnir skrifuðu undir samning áður en þeir héldu heim

Skosku leikmennirnir Kenneth Hogg og Neil Slooves munu spila áfram með Njarðvík í knattspyrnu á næsta ári en Njarðvíkingar munu spila í Inkasso-deildinni að ári. Þetta kemur fram á heimasíðu Njarðvíkur.
Kenneth og Neil skrifuðu báðir undir áframhaldandi samning við Njarðvík áður en þeir fóru aftur heim til Skotlands.

Báðir leikmennirnir komu frá Tindastól í seinni félagaskiptaglugganum í sumar. Kenneth lék átta leiki með Njarðvík í sumar og skoraði fjögur mörk, Neil stóð vaktina í vörninni og lék átta leiki.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024