Kenneth meiddur
Sænski knattspyrnumaðurinn Kenneth Gustafsson sem leikur með Keflavík er meiddur og verður frá næstu 3-4 vikurnar. Kenneth meiddist illa á rist í síðasta leiknum í riðlakeppninni í deildarbikarnum gegn ÍA. Ekki er búist við því að Kenneth sé brotinn en erfitt er að fá úr því skorið vegna bólgu á ristinni.
Leiknum lauk með 1-1 jafntefli og því eru Keflvíkingar komnir í undanúrslit deildarbikarsins og mæta þar Eyjamönnum á föstudagskvöld.
Kenneth mun því hugsanlega missa af fyrstu leikjum Keflavíkurliðsins í Landsbankadeildinni í sumar en fyrsti leikurinn er gegn ÍBV þann 14. maí í Vestmannaeyjum.
Mynd: www.keflavik.is