Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Kenneth Hogg með þrennu fyrir Njarðvík
Kenneth Hogg sýndi stórleik og skoraði þrjú gegn Völsungi. Mynd úr safni Víkurfrétta.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 24. ágúst 2020 kl. 16:06

Kenneth Hogg með þrennu fyrir Njarðvík

Njarðvíkingar réttu heldur betur úr kútnum eftir tap gegn Selfossi í 12. umferð. Njarðvík mætti Völsungi í þrettándu umferð 2. deildar karla í knattspyrnu á Húsavík í gær og unnu stórsigur.

Kenneth Hogg átti frábæran leik og skoraði „hat-trick“ (13’, 50’ og 78’) þegar Njarðvíkingar sýndu Völsungi enga miskunn og sigruðu með fjórum mörkum gegn engu.

Atli Freyr Ottesen Pálsson skoraði fjórða mark Njarðvíkinga þegar fjórar mínútur voru liðnar af uppbótartíma.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hart barist í 2. deild

Með sigrinum sitja Njarðvíkingar áfram í sjötta sæti en baráttan í 2. deild er mjög jöfn og spennandi, munar aðeins tveimur stigum á Suðurnesjaliðunum sem sitja í öðru og sjötta sæti (Þróttur 22 stig, Njarðvík 20). Það er ljóst að liðin mega ekkert misstíga sig í baráttunni um sæti í Lengjudeildinni.