Kenneth Hogg með þrennu fyrir Njarðvík
Njarðvíkingar réttu heldur betur úr kútnum eftir tap gegn Selfossi í 12. umferð. Njarðvík mætti Völsungi í þrettándu umferð 2. deildar karla í knattspyrnu á Húsavík í gær og unnu stórsigur.
Kenneth Hogg átti frábæran leik og skoraði „hat-trick“ (13’, 50’ og 78’) þegar Njarðvíkingar sýndu Völsungi enga miskunn og sigruðu með fjórum mörkum gegn engu.
Atli Freyr Ottesen Pálsson skoraði fjórða mark Njarðvíkinga þegar fjórar mínútur voru liðnar af uppbótartíma.
Hart barist í 2. deild
Með sigrinum sitja Njarðvíkingar áfram í sjötta sæti en baráttan í 2. deild er mjög jöfn og spennandi, munar aðeins tveimur stigum á Suðurnesjaliðunum sem sitja í öðru og sjötta sæti (Þróttur 22 stig, Njarðvík 20). Það er ljóst að liðin mega ekkert misstíga sig í baráttunni um sæti í Lengjudeildinni.