Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Kemst Erla á Ólympíuleikana um helgina?
Fimmtudagur 6. desember 2007 kl. 11:45

Kemst Erla á Ólympíuleikana um helgina?

Sundkonan öfluga frá ÍRB, Erla Dögg Haraldsdóttir, er nú stödd í Hollandi á sundmótinu Dutch Swim Cup þar sem hún mun keppa í 200 m. fjórsundi, 50 m. bringusundi og 100 m. bringusundi.

 

Erla mun um helgina gera atlögu að því að ná lágmörkunum fyrir Ólympíuleikana í Peking en Erla er ytra með hluta af landsliði Ísland. ,,Ég ætla að reyna að ná lágmörkunum núna en annars eru enn nokkur mót eftir erlendis og heima þar sem hægt verður að ná lágmörkunum. Þetta er frekar sterkt mót hér í Hollandi,” sagði Erla sem hélt til Hollands á þriðjudag. Erla hefur keppni á morgun þegar hún syndir í 200 m. fjórsundi.

 

VF-Mynd/ Ellert Grétarsson - Erla Dögg Haraldsdóttir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024