Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Kekic í Víking
Þriðjudagur 20. febrúar 2007 kl. 09:03

Kekic í Víking

Sinisa Valdimar Kekic hefur gert eins árs samning við Víking í Reykjavík en hann gekk á síðasta tímabili í raðir Þróttar í Reykjavík. Kekic hefur lengstum alið manninn í Grindavík og gerði þar garðinn frægan sem máttarstólpi liðsins.

 

Kekic fór frá Grindavík snemma á síðasta sumri eftir deilur við Sigurð Jónsson, þáverandi þjálfara Grindavíkur. Leikmaðurinn gekk þá í raðir Þróttar og nú þykir líklegt að 1. deildarlið Þróttar hafi ekki haft efni á því að hafa leikmann á borð við Kekic í sínum röðum. Kekic gerði eins árs samning við Víkinga.

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024